Trump hneykslar heimsbyggðina – aftur

Enn og aftur tekst Donald Trump, Bandaríkjaforseta að hneyksla heiminn en í þetta skipti gékk hann fram af bresku þjóðinni á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breska dagblaðið The Mirror skrifaði mikinn reiðipistill þar sem skilaboðin til Trump voru skýr: „Þú móðgaðir bresku þjóðina, réðist á heilbrigðisþjónustu okkar, gerðir drottninguna vandræðalega, grófst undan milliríkjasambandinu, gerðir lítið úr forsætisráðherra okkar og til að toppa allt þá færðu þér sæti í stól Winston Churchill og lætur mynda þig!”

Margur bretinn fékk fyrir hjartað þegar Trump gékk fram fyrir Elísabetu II, drottningu Bretlands en samkvæmt aldagömlum hefðum er óheimilt að ganga fyrir framan Elísabetu drottningu. Leit út fyrir að drottningin hafi gert tilraun til að benda Trump á þessa reglu en það virtist ekki skila sér til Bandaríkjaforseta. Ekki bætti úr skák þegar Trump mætti seint til fundar með drottningunni og stóð hún því ein í steikjandi hita með fjölmörgum fjölmiðlum sem biðu eftir að mynda fundinn. Það er óhætt að segjast að þetta atvik hafi allt verið verulega vandræðalegt.

Síðasta hálmstráið fyrir bresku þjóðina var þegar að Donald Trump gerði sér lítið fyrir og settist í hægindastól Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og lét taka mynd af sér. Fjölmiðlafulltrúi bandarísku ríkisstjórnarinnar, Sarah Sanders, skellti myndinni svo beint á Twittersíðu sína. Með þessu uppátæki hefur Trump tekist að fá stóran hluta breskra fjölmiðla á móti sér en svo virðist sem að margir miðlar hafi sameinast gegn Bandaríkjaforseta eftir að hann tyllti sér í stól Churchill. Margir eru sammála því að Trump hafi sýnt bretum mikla vanvirðingu með þessum gjörning, sérstaklega eftir að hafa talað óblíðlega um landið og þjóðina á meðan hann var í heimsókninni.

Umræðan um heimsókn Trump hefur ratað inn á breska þingið og var farið ófögrum orðum um hegðun hans. Var meðal annars haft orð á því að hann væri versti forseti Bandaríkjanna frá upphafi og væri ekki þess virði að vera til umræðu á sama augnabliki og Churchill.

Related Posts