Spilavíti á Íslandi – hvar finnurðu þau?

Það gefur eflaust auga leið að spilavíti í Reykjavík eru af skornum skammti sökum núverandi laga.

Enn eru til aðilar sem reyna að komast framhjá lögunum og hafa hreinlega gleymst hjá heilbrigðiseftirliti Kópavogs. DV fjallaði um Videomarkaðinn í Hamraborg fyrir stuttu en þessi sjoppa hefur rekið 90 spilakassa og fengið vínveitingaleyfi en um er að ræða venjulega sjoppu sem börn og unglingar ganga um. Hafa eigendur sjoppunnar hagnast um rúmar 200 milljónir af rekstri spilakassana en það er með öllu ólöglegt að hagnast á spilavíti á Íslandi. Fari málið fyrir dóm munu eigendur eiga von á dómi og sektum.

Þó eru örfá fjárhættuspil (spilakassar, lottó, getraunir, bingó) sem leyfilegt er að stunda með sínar bækistöðvar í miðbænum. Þar er reksturinn löglegur og ágóði kassana fer til góðra málefna.

Viljirðu gefa þér tíma í spilakössum borgarinnar þá er Háspenna á sínum stað. Háspenna hefur verið starfrækt um árabil og er eingöngu með spilakassana vinsælu. Háspenna er staðsett rétt við Hlemm og einnig á Lækjartorgi. Annað spilakassafyrirtæki er Íslandsspil. Þeir eru þó ekki með sínar eigin bækistöðvar heldur eru kassar þeirra víða í söluturnum og á stöðum sem eru með veitingaleyfi. Sértu áhugamaður um spilakassa þá ættirðu að ramba á þónokkra í Reykjavík.

Íslendingar eru líka lottó og getraunaþjóð og laugardagslottóið er þar vinsælast. Það er úr mörgu að velja við lottókassann í hverfissjoppunni; laugardagslottó, víkingalottó, 1X2, euro jackpot pg fleira. Þeir nýta sér einnig öpp JackpotCity Premium Casino app og netsíður fyrir þessa þjónustu sem og annars konar fjárhættuspil.

Bingó í Vinabæ stendur alltaf fyrir sínu. Þar er oftast nær kjaftfullt af alls konar fólki sem er fullt eftirvæntingar með bingóspjöldin í annarri hendi og pennann í hinni. Í Vinabæ getur myndddast ótrúlega skemmtileg stemning og ef þú ert í stuði fyrir bingókvöld þá skalltu skella þér í Vinabæ sem er ca. 5 mínútna gangur frá Hlemmi.

Þetta er kannski ekki Vegas en þetta hefur dugað íslendingum áratugum saman.

Related Posts