Tónlist er stór þáttur af íslenskri menningu og hefur þjóðin alið af sér ótal marga tónlistarmenn. Má þar helst nefna Björk, Sigurrós og Of Monsters And Men sem að flestir ættu að kannast við. Íslendingar eru tónlistarunnendur og því kemur það ekki á óvart að það er hægt að finna tónlistarhátíð allan ársins hring um allt land. Viljirðu kíkja á tónleika eða tónlistarhátíð þá er úrvalið stórt og mikið.

Stærstu hátíðirnar í Reykjavík eru án efa Iceland Airwaves og Secret Solstice en þær hafa notið gríðalegra vinsælda og stækka með hverju ári sem líður. Secret Solstice er útihátíð og er haldin í Laugardalnum í Reykjavík í júní hvert ár. Þar safnast saman tónlistafólk alls staðar að úr heiminum og skemmta gestum yfir heila helgi með fjölbreyttum tegundum tónlistar. Hefur hátíðin vakið mikla lukku meðal gesta, innlendra sem erlendra. Það sama má segja um Iceland Airwaves en sú hátíð hefur verið fastur liður miðbæjarins í nóvember frá því 1998. Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir í 4 daga þar sem fleiri tugir innlendra sem erlendra tónlistarmanna sjá um að tónlistaraðdáendur njóti alls sem er í boði. Iceland Airwaves á ekki eitt aðsetur heldur dreyfist gleðin um allan miðbæinn. Tónlistin hljómar allt frá litlum kaffihúsum til listasafna, skemmtistaða og kirkna. Secret Solstice og Iceland Airwaves eru hátíðir sem enginn tónlistarunnandi ætti að missa af.

Fleiri hátiðir eiga sinn sess í Reykjavík og þó þær séu ekki eins umfangsmiklar og áðurnefndar hátíðir á eru þær ekki af verri endanum. Má þar meðal annars nefna Blúshátíð í Reykjavík í mars, Reykjavik Music Mess í maí, Innipúkinn í ágúst og Extreme Chill Festival og Jazzhátíð Reykjavíkur í september.

Sértu tónlistarunnandi þá verðurðu ekki svikinn af öllum þeim tónlistaruppákomum sem eru í boði í Reykjavík. Hvort sem þú ert popp-aðdáandi, elskar blús eða ert rokkari mikill þá er það alveg öruggt að þú munt finna tónlistarvettvang sem hentar þér.