Íslenskar ljósmæður berjast fyrir réttindum sínum

Íslenskar ljósmæður hafa staðið í ströngu svo vikum skiptir en kjaradeila þeirra hefur engan árangur borið. Enn sem komið er hafa 12 ljósmæður látið af störfum vegna þessa og stefnir í að fleiri munu gera slíkt hið sama. Ríkisstjórnin hefur ekki mætt kröfum ljósmæðra og lítur út fyrir að allt verði í járnum áfram þar sem engar jákvæðar niðurstöður hafa komið út úr samningaviðræðum ríksins og ljósmæðra. Ljósmæður hafa mætt á fjölmarga fundi með ríkisstjórn Íslands en alltaf hefur slitnað upp úr samningaviðræðum. Stefnir allt í að ljósmæður muni fara í yfirvinnuverkfall miðvikudaginn 18. júlí. Ríkir mikil óvissa í þessu máli og verðandi foreldrar hafa stórar áhyggjur af aðstæðunum eins og þær eru í dag. Óhætt er að segja það það ríkji neiðarástand á Landspítalanum.

Fjármálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, segir þetta ástand vera áhyggjuefni og að kröfur ljósmæðra um 18,4% launahækkun sé óraunhæf. Gæti þessi hækkun launa valdið óstöðugleika að hans mati. Það hefur þó vakið athygli að ríkiskassinn virðist eiga næga peninga fyrir forstjóra ríkisins og þingmenn en laun þingmanna hækkuðu um 45% í lok ársins 2016. Þáði fjármálaráðherra þá launahækkun ásamt öðrum þingmönnum og forstjórar ríkisins, þar með talinn forstjóri Landspítalans, fengu einnig afturvirkar launahækkanir upp á fleiri milljónir. Hvergi hefur þó verið minnst á að þessar hækkanir valdi óstöðugleika hjá ríkinu.

Eins og áður kom fram hafa 12 ljósmæður sagt upp störfum sínum og skildu eftir vinnuskó sína á tröppum þinghússins í mótmælaskini og hætt er við að fleiri munu ganga í eirra ffótspor. Allt lítur út fyrir að mótmæli muni eiga sér stað á Austurvelli þann 17. júlí verði engin breyting á fyrir þann tíma. Yfirskrift mótmælana er “Vaknið ríkisstjórn” og það er enginn vafi á að ljósmæður muni fá liðsauka í baráttu sinni en meirihluti íslendinga stendur við bakið á þeim og styðja baráttu þeirra.

Related Posts