Ísbjörn hrellti ferðamenn á Melrakkasléttu

Það telst til tíðinda þegar að ísbjörn lætur sjá sig á ströndum Íslands og það er einmitt það sem gerðist þann 10 júlí. Nokkrir ferðamenn voru að veiða við Hraunhafnará þegar að einn ferðamannana kemur auga á ísbjörn aðeins 50-60 metra frá þeim. Leiðsögumaður hópsins, David Zehla sagðist ekki hafa haft tíma til að ganga úr skugga um hvort hvítabjörn hafi verið að ræða ekki en mikil skelfing kom yfir hópinn þegar einn af þeim hrópaði að það væri ísbjörn rétt hjá þeim.

David og félagar gerðu það sem flestir mundu gera í slíkum aðstæðum: þeir hlupu á harðaspretti í burtu frá birninum. Á hlaupunum misstu þeir silunginn sem þeir voru búnir að veiða yfir daginn og voru farnir að velta fyrir sér að henda töskunum og búnaði af sér til þess að vera hraðskreiðari. Á hlaupunum reyndu þau að líta aftur fyrir sig til að athuga betur hvort um hvítabjörn væri að ræða en það hvarflaði ekki að þeim að fara tilbaka til að athuga nánar þar sem vinur Davids var sannfærður að um björn væri að ræða. Það voru um það bil fjórir kílómetrar til bílsins sem veiðihópurinn kom á og náðu þau til bílsins á einungis 20 mínútum.

David sagðist ekki hafa verið 100% viss um að um ísbjörn hafi verið að ræða en hann er ekki með góða sjón. „Ég sá alla vega eitthvað stórt en ég get ekki sagt með fullri vissu hvort þetta hafi verið hvíta­björn eða hrút­ur,“ sagði Dav­id. Komust ferðamennirnir frá þessum hremmingum heilu og höldnu og til að bæta upp fyrir missinn á afla dagsins fóru félagarnir á höfnina og veiddu sér þorsk.

Hópurinn tilkynnti um ísbjörninn og lögregla ásamt Landhelgisgæslu Íslands gerðu mikla leit að ísbirninum. Þrátt fyrir mikla leit að bangsa sást ekki til hans aftur á svæðinu.

Related Posts