Ertu að leita eftir hóteli í miðbæ Reykjavíkur og vilt hafa allt í göngufæri? Það er úr mörgu að velja og tókum við saman nokkra góða valmöguleika.

Hótel Borg er eitt af lúxushótelum borgarinnar og stór partur af miðbæ Reykjavíkur. Hótelið stendur við Austurvöll í hjarta borgarinnar þar sem allt er í göngufæri; veitingastaðir, söfn, verslanir og skemmtistaðir. Einstakur Art-deco arkítektúr einkennir hótelið og þú munt njóta frábærrar þjónustu innan veggja þess. Hótel Borg býður upp á glæsileg herbergi og svítur ásamt spa og tækjasal. Einnig er þér kleift að bóka alls kyns ferðir frá hótelinu, má þar nefna jöklaferðir, ferðir til gullna hringsins og hvalaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Veitingastaðurinn Jamie’s Italian er á jarðhæð hótelsins þar sem þú getur notið frábærra veitinga alla daga. Hótel Borg mun ekki valda vonbrigðum.

Alda hótel Reykjavík stendur við Laugaveg, mitt í verslunargötu miðbæjarins og er því fullkomlega staðsett fyrir þá sem ætla að nýta ferðina í verslunum bæjarins og í skoðunarferðir. Alda er fallega innréttað og snyrtilegt hótel með herbergi af öllum stærðum og gerðum. Hótelið býður upp á keyrslu til og frá flugvelli og vingjarnlegt starfsfólkið aðstoðar þig við að bóka skoðunarferðir út fyrir Reykjavík sé þess óskað. Sértu að sækjast eftir hóteli í miðbæ Reykjavíkur þá muntu njóta þín vel á Alda Hótel Reykjavík.

Sértu að leita eftir hóteli rétt fyrir utan miðbæinn þá er Hótel Ísland ekki langt undan en það er aðeins 15 mín gönguferð til miðborgarinnar. Hótel Ísland býður upp á falleg og snyrtileg herbergi þar sem þú getur meðal annars notið útsýnis yfir fjallgarðinn sem umkringir Reykjavík. Innan hótelsins er nútímalegur veitingastaður sem býður upp á girnilega rétti alla daga. Hótelið býður einnig upp á ferðir út fyrir höfuðborgina og starfsfólkið mun aðstoða þig við skipulag ferða. Á hótelinu er glæsilegt spa sem svíkur engan og mögulegt er að panta sér dekur á borð við hand og fótsnyrtingu. Dvöl á Hótel Íslandi er vel þess virði fyrir alla.