Það er ekki fyrir alla að gista á lúxushótelum en það þýðir ekki að þú þurfir að gista á annars flokks stað. Í miðbæ Reykjavíkur og nágrenni eru mörg stórglæsileg hostel sem eru engu síðri en fínustu hótel. Hér eru nokkur hostel sem munu koma þér á óvart hvað varðar gæði.

Hlemmur Square Hotel bíður þín í miðbæ Reykjavíkur. Hlemmur Square er blanda af lúxus hóteli og hosteli og stendur efst við verslunargötu Reykjavíkur, Laugaveg. Það gefur því auga leið að það er stutt í alla þjónustu sem þú sækist eftir og rétt handan við hornið geturðu tekið strætó í allar áttir. Hlemmur Square er snyrtilegt og nútímalegt lúxus hostel þar sem þú hefur meðal annars aðgang að neti, hjólaleigu, veitingum og bar. Frábær staðsetning og tilvalinn staður fyrir þig sem vilt vera í miðbænum.

Steinsnar frá Laugavegi er Kex Hostel. Þetta skemmtilega hostel er staðsett í gamalli kexverksmiðju og er einstaklega skemmtilega innréttað. Innandyra finnurðu bar, kaffihús, veitingastað og bókaskipti, svo fátt eitt sé nefnt. Kex er í mínútu göngufæri frá Laugaveginum þar sem þú finnur verslanir, skemmtistaði og veitingastaði. Sértu hungraður og vilt ná þér í bita í hvelli þá eru skyndibitastaðir rétt fyrir utan hostelið. Kex býður meðal annars upp á þvottaaðstöðu, hjólaleigu og frítt wifi. Frábært hostel sem mun ekki valda vonbrigðum.

Aðeins 100 metra frá hjarta miðborgarinnar er Loft Hostel, frábærlega staðsett innan um allt sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Loft er ekki aðeins snyrtilegt og á góðum stað heldur er boðið upp á alls kyns uppákomur á 4. hæð hússins, þar með talið yoga, markað og foosball mót. Það er margt í boði hjá Loft; hjá þeim er flott leikjaherbergi, gufuherbergi og frítt wifi. Viljirðu fara í skemmtiferðir út fyrir Reykjavík mun starfsfólkið aðstoða þig við val á ferðum. Njóttu þess besta sem miðbærinn hefur upp á að bjóða og nældu þér í gistingu í hjarta Reykjavíkur.