Háskólanám í Reykjavík

Ertu námsmaður og langar að breyta til? Háskólar á Íslandi bjóða skiptinema velkomna ár hvert og hefur reynsla nemana verið jákvæð og skemmtileg. Sértu að velta þessu fyrir þér þá er vel þess virði að skoða tvo af vinsælustu háskólum landsins, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og hefur verið starfræktur frá árinu 1911 en þá voru einungis 45 nemendur í skólanum. Þó hefur mikið breyst en nú til dags eru um það bil 13.000 nemendur við skólann og þar af eru um ellefu hundruð erlendir nemendur. Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 500 skóla um allan heim og tekur við allt að 1.300 erlendum skiptinemum ár hvert. Sé skólinn þinn einn af samstarfsskólum Háskóla Íslends gæti þér staðið til boða að koma til Íslands sem skiptinemi í eina til tvær annir. Skólinn býður upp á fjölbreyttar námsleiðir fyrir alla sína nemendur og félagslíf nemenda er líflegt og skemmtilegt. Viljirðu nánari upplýsingar um nám við Háskóla Íslands geturðu fundið frekari upplýsingar á heimasíðu skólans, hi.is.

Háskólinn í Reykjavík eða HR var stofnaður í í september 1998 og er því tiltölulega nýr skóli en hann hefur vaxið hratt. HR sameinaðist Tækniháskóla Íslands í mars 2005 undir nafni Háskólans í Reykjavík. Skólinn er með 3.500 nemendur ár hvert og tekur á móti 200 skiptinemum en skólinn er í samstarfi með 200 erlendum skólum. Þar sem skólinn er ekki stærri en hann er hefur skapast skemmtilegt og vinalegt andrúmsloft þar sem nemendur vinna þétt saman. Erlendum nemendum stendur til boða að fara í nám innan lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði og tölvunarfræði hjá Háskólanum í Reykjavík. Félagslíf skólans er öflugt og sértu duglegur að taka þátt í uppákomum sem nemendafélögin hafa upp á að bjóða þá verðurðu ekki lengi að kynnast samnemendum þínum. Allar frekari upplýsingar finnurðu á skólans, hr.is.

Related Posts