Í nágrenni Reykjavíkur eru margir fallegir og líflegir bæir. Sértu að leita að tilbreytingu frá miðborgarlífinu þá eru þessir staðir tilvaldir.

Í Hafnarfirði er Víkingaþorpið sem hefur vakið mikla athygli meðal ferðamanna svo árum skiptir. Hlíð á Álftanesi er hluti af Víkingaþorpinu og er fallegt og vel innréttað hótel á frábærum stað á höfuðborgarsvæðinu. Hlíð er í skemmtilegum torfbæ á Álftanesi og sértu að leita eftir friði og ró þá er þetta staðurinn fyrir þig. Hér svæfir sjávarniður þig á kvöldin, þú vaknar við fallegan fuglasöng og útsýnið er óborganegt. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður sem býður upp á fjölbreytta rétti við allra hæfi. Hlíð er í 30 mín göngufæri frá Bessastöðum þar sem forseti Íslands er búsettur ásamt fjölskyldu sinni. Ef þú vilt njóta þín á friðsælum stað í fríinu þá er Hlíð á Álftanesi tilvalinn staður.

Í Mosfellsbæ er Hótel Laxnes, og þó að þaðan sé aðeins tíu mínútna akstur til Reykjavíkur þá er tilfinningin sú að þú sért lengst inni í sveitum Íslands. Hótel Laxnes er sveitahótel í nútímabúningi og þarna geturðu notið bæði bæjarlífsins og sveitalífsins. Hótelið er í nálægð við veitingastaði í Mosfellsbæ þar sem hótelgestir fá afslátt af máltíðum og svo er tilvalið að nýta sér heita pottinn fyrir utan eftir daginn. Sértu vetrargestur þá mælum við sérstaklega með því að líta eftir norðurljósum frá Hótel Laxnes, þar sem þú ert fjarri borgarljósum. Njóttu sveitarinnar í nálægð við höfuðborgina.

Viljirðu kynnast smábæjarbrag í nágrenni við Reykjavík þá er Geo Hotel í Grindavík tilvalið. Grindavík er aðeins 20 km frá Keflavík og um það bil 40 km frá Reykjavík. Hótelið er nýtt og nútímalegt í hjarta Grindavíkur þar sem er stutt í þjónustu eins og veitingastaði, matvöruverslanir, golfvöll og almenningssundlaug. Geo Hotel býður einnig upp á ferðir til og frá Bláa Lóninu sem er nokkra kílómetra frá bænum. Viljirðu upplifa sjarma smábæja Íslands í nágrenni við Reykjavík þá er Geo Hotel tilvalinn valkostur.