Viltu kynnast sögu Reykjavíkur aðeins betur? Fáðu fræðslu um borgina á skemmtilegan hátt.

Tales from Iceland er sýning staðsett í Austurbæ við Snorrabraut. Sýningin er byggð upp með frábærum myndböndum og er tvískipt: fréttasýning þar sem farið er yfir nútímasögu Íslands og landslagssýning sem er meðal annars gerð úr myndböndum frá ferðamönnum. Sýningin er um það bil klukkustundar löng og er sett upp á stórum háskerpu skjám. Myndböndin eru 3-4 mínútna löng og varpa skemmtilegu ljósi á íslendinga og íslenskt landslag. Frábær sýning sem er vel þess virði að sjá og uppifa.

Viltu upplifa Reykjavík á hjóli? Reykjavik Bike Tours býður upp á hjólaleigu ásamt leiðsögn um borgina og víðar. “Classic Reykjavík” er vinsælasti pakki Reykjavik Bike Tours en þar er meðal annars hjólað á Ægissíðu, farið niður að Tjörn og að Norrnahúsinu svo fárr eitt sé nefnt. Viljirðu upplifa Reykjavík að kvöldlagi þá er “Evening – Coast of Reykjavik” túrinn fyrir þig. Þar er farið um strendur Reykjavíkur þar sem hjólreiðakappar geta notið sjávarloftsins og upplifað stórbrotin ljósaskipti. Reykjavik Bike Tours bjóða einnig upp á segway ferðir, fjölskylduferðir, einka ferðir og ferðir út fyrir Reykjavík. Frábr og skemmtileg leið til að upplifa Reykjavík og nágreni.

Viðey er lítil eyja staðsett rétt fyrir utan Reykjavík og saga eyjarinnar spannar yfir þúsund ár. Viðey er einstaklega falleg og vel þess virði að eyða degi þar. Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja standa í eynni en þessar byggingar voru reistar á seinni parti 18. aldar. Í Viðey eru alls kyns uppákomur, meðal annars barnaskemmtanir, sumarsólstöðuganga og yoga. Imagine friðarsúlan er einnig staðsett í Viðey og hefur hún vakið mikla athygli frá því hún var reist. Er hún tendruð frá 9. október til 8. desember hvert ár og eru þá í boði kvöldferðir með leiðsögn um þetta skemmtilega svæði. Taktu ferjuna í Viðey og njóttu þess sem þessi fallega eyja hefur upp á að bjóða.