Fjölmiðlafár vegna dráps á hval við Íslandsstrendur

Fréttaveitur á borð við CNN, BBC og The Daily Mail hafa flajjað um dráp á hval við Íslandsstrandur sem átti sér stað snemma í júlí en talið er að um steypireyð hafi verið að ræða. Heimspressan hefur fjallað mikið um þetta mál ásamt dýraverndunarsamtökum en steypireyður er friðaður og hefur verið það allt frá árinu 1960. Kristján Loftsson, forstjóri og eigandi Hvals hf. hefur þrætt fyrir drápið og segir að ekki sé um steypireyð að ræða í þessu máli. „Við sjáum þá í sjónum. Þegar þú nálgast steypireyði, þá eru þeir svo frábrugðnir að þú lætur þá vera,“ sagði Kristján. Dýrið var veitt við Íslandsstrendur og því landað í Hvalfirði en talið er að um afkvæmi steypireyðs og langreyðs sé að ræða. Þó eru ýmsir erlendir fræðimenn sem halda öðru fram. Kristján segist þó sannfærður um að DNA prófanir á dýrinu muni sýna að um blending hafi verið að ræða. Komi í ljós að þetta hafi verið steypireyður þá var dýrið drepið fyrir mistök.

Ekki eru allir eins sannfærðir og Kristján. Adam A. Peck, líffræðiprófessor við háskólann á Hawaii og Dr. Peter Richardson, forstöðumaður hjá Sjávarverndarfélaginu (e.„ Marine Conservation Society“, head of Ocean Recovery) hafa báðir sagt í viðtölum að þeir telji dýrið hafa verið steypireyð og er mat þeirra meðal annars byggt á ljósmyndum af dýrinu sem þeir hafa farið yfir. Sagði Richardson í viðtali hjá The Telegraph að þessi veiði væri til skammar og minnti á að steypireyð er dýr í útrýmingarhættu. Þá hvatti hann bresk stjórnvöld að senda sterk skilaboð til Íslands þar sem að drápið yrði fordæmt.

Hvalveiðar hófust á ný þann 20. júní eftir tvaggja ára pásu og hefur Hvalur hf. leyfii til að veiða 200 langreyðar á þessu tímabili. Þó eru horfur á að ríkisstjórnin þurfi að gríða inn í rekstur Hvals hf. þar sem fyrirtækið stendur völtum fótum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði meðal annars að hún hefði efasemdir um hvalveiðar.

Related Posts