Fjárhættuspil hefur rutt sér leið til Íslands í gegnum netið

Spilavíti hafa verið ólögleg á Íslandi samkvæmt lögum allt frá árinu 1940 en það þýðir þó ekki að íslendingar hafi ekki gaman af veðmálum. Þó þurfa íslendingar að ferðast út fyrir landið ætli þeir sér að stunda veðmál með löglegum hætti og þá er helsti áfangastaður þeirra Las Vegas. Þegar að spilaglaðir íslendingar eru svo heima við þá eiga þeir til að spila fjárhættuspil á netinu. Spilavíti á netinu fóru að ryðja sér leið til Íslands og þá einna helst á síðastliðnum 10 árum og hefur vakið mikla lukku meðal áhugamanna fjárhættuspils. Þó er engin spilavítissíða til sem er á íslensku léni og því eru notaðar erlendar síður.

Íslendingum þykir afskaplega skemmtilegt að veðja á alls kyns hluti, svo sem fótbolta, handbolta og Eurovision en íslendingar eru án efa einir mestu aðdáendur keppnarinnar. Þá jókst spilagleðin enn meira þegar að íslenska landsliðið komst á EM 2016 og HM 2018 en íslendingar hafa löngum verið miklir fótbolta “nördar”.

Þeim síðum hefur fjölgað verulega sem bjóða upp á íslensku á síðum sínum og mætti ætla að það sé ansi myndalegur hópur sem nýtir sér þessa þjónustu, en spilamennska íslendinga jókst verulega eftir hrunið 2008. Þrátt fyrir að spilavíti séu bönnuð að mestu á Íslandi þá hefur það ekki komið í veg fyrir spilafíkn á landinu en fjölmargir íslendingar þjást af þessum sjúkdómi. Þá hafa einnig sprottið upp ólögleg “neðanjarðar” spilavíti í gegnum tíðina en hefur þeim öllum verið lokað með tilheyrandi sektum og dómum.

Þrátt fyrir lagasetningu Íslands um spilavíti þá eru ákveðin fjárhættuspil leyfileg, þar má nefna lottó, happdrætti og skafmiða. Eflaust hljómar það ekki spennandi í eyrum þeirra sem búa við önnur lög en þessi leyfilegu spil njóta gríðalegra vinsælda á meðal fólksins. Má þess þó geta að stór hluti af ágóða spilakassa á Íslandi fer í góð málefni.

Related Posts