Fjárhættupil á Íslandi

Á Íslandi eru áhugamenn um fjárhættuspil rétt eins og annars staðar í heiminum og má ætla að fjöldinn allur af íslendingum stundi slíka spilamennsku af miklum áhuga. Þó muntu ekki finna eitt einasta spilavíti í Reykjavík eða á nokkrum öðrum stað á Íslandi. Ástæðan? Spilavíti er ólöglegt á Íslandi.

Já, þú last rétt. Staðir sem bjóða upp á fjárhættuspil eins og rúllettu, póker, black jack og fleiri slík spil fyrirfinnast ekki og eru ekki leyfilegir á Íslandi samkvæmt lögum Alþingis. Lögin segja að það sé með öllu óleyfilegt að hafa veðmál og fjárhættuspil að atvinnu skuli sá sem það gerir sæta refsingu. Lögin hafa verið í gildi allt frá árinu 1940 og virðist engin breyting vera þar á. Þó eru örfáar undantekningar frá lögunum; happdrætti, getraunir, spilakassar og lottó.

En það er ekki þar með sagt að fólk hafi ekki reynt að koma upp spilavítum í Reykjavík. Á árunum 2010-2012 var rekið spilavíti í Skeifunni í Reykjavík. Var því lokað af lögreglu í desember 2012 og árið 2015 fengu rekstraraðilar fangelsisdóm og sektir fyrir reksturinn. Þessi lög hafa þó ekki stoppað spilaglaða íslendinga í að spila fjárhættuspil en slík spilamennska er einungis áhugamennska og á sér yfirleitt stað í heimahúsum á milli vina og vandamanna.

Með tilkomu fjárhættuspils á netinu hefur spilamennska íslendinga aukist til muna og hefur þessi þróun verið mikið til umræðu, meðal annars á Alþingi. Frumvarp um leyfisveitingu slíks reksturs var lagt fram 2016 og í meðfylgjandi greinagerð var minnst á þversagnir í lögunum þar sem sum fjárhættuspil eru leyfileg en önnur ekki og að tímar væru breyttir frá því að lögin voru sett. Engu að síður hefur engin breyting átt sér stað í íslenskum lögum hvað varðar fjárhættuspil og spilavíti. Margir telja þó að það muni ekki langt um líða þar til að spilavíti munu vera sjáanleg á Íslandi.

Related Posts