Vertu velkominn á gerduberg.is. Gerðuberg er síða tileinkuð ferðamönnum sem eru á ferðinni í Reykjavík og nágreni. Reykjavík hefur upp á margt og mikið að bjóða og við leggjum okkur fram við að fræða gesti okkar um komandi viðburði, uppákomur í borginni, hátíðir og fleira.

Hvort sem þú ert einn á ferðalagi, með maka eða fjölskyldu þinni þá er hægt að fullyrða að þú verður ekki fyrir vonbrigðum með heimsókn þína til Reykjavíkur. Höfuðborg Íslands er sjarmerandi og skemmtilegt borg þar sem smábæjarbragur lifir góðu lífi. Reykjavík er á vesturlandi Íslands og er aðeins 45 mínútur frá Keflavíkurflugvelli. Í höfuðborginni búa um það bið 150.000 manns og þó að borgin sé ekki stærri en þetta þá er alltaf nóg um að vera. Reykjavík iðar af lífi allt árið og gestrisnir íslendingar taka gestum landsins fagnandi. Hvort sem þú ert í skemmtiferð, viðskiptaferð eða fjölskylduferð þá mun Reykjavík taka vel á móti þér með öllu sem hún hefur upp á að bjóða.

Reykjavík státar að glæsilegum veitingastöðum, hótelum og hostelum, alls kyns hátíðum og skemmtunum, tónleikum, norðurljósaferðum og leiðsöguferðum. Hvort sem þú ert á ferðalagi um vetur, sumar, vor eða haust þá er enginn vafi um að þú munir finna eitthvað við þitt hæfi í Reykjavík.

Við hjá Gerðuberg munum aðstoða þig við að finna það sem hentar þér og þínum hverju sinni með upplýsingum um hótel og veitingastaði í Reykjavík, helstu skemmtanir, hátíðir og tónleika svo fátt eitt sé nefnt.

Vertu velkominn til stórborgarinnar með smábæjarhjartað. Reykjavík bíður þín með opinn faðminn.